Sunnudaginn 29. september kl. 11:00 verður sameiginleg útvarpsmessa Digranes- og Hjallasóknar í Digraneskirkju.  Þema messunnar verður vernd sköpunarverksins. Sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar fyrir altari, Sindri Geir Óskarsson guðfræðingur predikar og Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti sér um tónlist ásamt Kammerkór Digraneskirkju. Súpa og brauð í safnaðarsal að messu lokinni.
Verið hjartanlega velkomin!

25. september 2019 - 12:49

Helga Kolbeinsdóttir