Hjartanlega velkomin á opið hús í Digraneskirkju á föstudag 29. nóvember. Húsið opnar kl 17:30 og við hefjum kvöldið á stuttri helgistund. 
Kl. 18:00 er boðið upp á kvöldverð á 1.000 kr. 
Kl. 18:45 hefst sýning myndarinnar Woodlawn á neðri hæð kirkjunnar. Áætlað er að myndinni ljúki kl 21:15. 

Í safnaðarsalnum verður heitt á könnunni og upplagt að koma með handavinnuna eða spila og spjalla.

Hægt er að panta akstursþjónustu kirkjubílsins með því að hringja og tala við kirkjuvörðu í síma 554 1620 á fimmtudeginum á undan milli kl 09:00-15:00. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

26. nóvember 2019 - 15:33

Helga Kolbeinsdóttir