Á aðfangadag ætlum við að eiga notalega stund saman í Hjallakirkju meðan við bíðum eftir að jólin gangi í garð.

Stundin hefst kl 15:00 – en þau börn sem vilja syngja í englakórnum mæta kl 14:40 til að æfa.

Við ætlum að syngja saman jólalög, heyra jólasögu og horfa á Hafdísi og Klemma. Við ljúkum svo stundinni á því að fá okkur kakó og piparkökur.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Sr Helga æskulýðsprestur og Lára organisti. 

23. desember 2019 - 10:54

Helga Kolbeinsdóttir