Sunnudaginn 12. janúar verður fjölskyldumessa kl 11 í Hjallakirkju. Við fáum að heyra söguna af því þegar Jesús var skírður, syngjum saman og sjáum leikrit. Messan er í umsjá presta Digraneskirkju og Hjallakirkju ásamt leiðtogum barnastarfsins og organisti er Kristján Hrannar. Að messu lokinni verður boðið uppá hádegisverð þar sem við bjóðum fermingarbörn og foreldra sérstaklega velkomin til samtals.

 

Framvegis verða fjölskyldumessur með þessu sniði alla sunnudaga kl 17 og hefðbundnar messur í Digraneskirkju kl. 11. 

9. janúar 2020 - 14:22

Helga Kolbeinsdóttir