BARNA- OG ÆSKULÝÐSSTARF DIGRANES- OG HJALLAKIRKJU Á VORÖNN 2020
ATH! ALLT STARF FER FRAM Í HJALLAKIRKJU.

FJÖLSKYLDUMESSUR

Alla sunnudaga kl 17:00 í Hjallakirkju

Notast er við einfaldara messuform þar sem gert er ráð fyrir þátttöku barna og fullorðinna. Markmiðið er að skapa fleiri gæðastundir fyrir fjölskyldur. Á eftir messunni er boðið uppá kvöldmat á 1.000 kr (hámark 2.000 kr. á fjölskyldu).

KIRKJUPRAKKARAR
Alla fimmtudaga kl 15:00-16:00 í Hjallakirkju

Kirkjuprakkarar er starf fyrir 6-9 ára börn. Börnin fá hressingu, syngja saman og læra um kristileg gildi. Einnig er farið í leiki, spilað, föndrað og perlað svo fátt eitt sé nefnt.

Við sækjum börn í 1. og 2. bekk Álfhólsskóla í frístundina í Skessuhorni og fylgjum þeim þangað aftur ef óskað er. Kirkjubíllinn sækir svo börn í frístundir Smára- og Kópavogsskóla og skilar að starfi loknu, sé þess óskað.
Ath! Það er nauðsynlegt að skrá barnið hjá okkur og eins láta frístund vita ef á að sækja barnið. Sjá upplýsingar á heimasíðum kirknanna eða netfang: helga@digraneskirkja.is

 

ÆSKULÝÐSFÉLAG
Öll fimmtudagskvöld kl 20:00 í Hjallakirkju
______________________________________
Æskulýðsfélagið í Hjallakirkju er metnaðarfullt og skemmtilegt starf fyrir krakka í 8-10 bekk. Á fundum förum við í ýmis konar leiki, spilum gömul spil og ný, keppum og vinnum saman. Við tölum og syngjum en lærum einnig að meta þögnina og í hverju það felst að vera kristin manneskja. Æskulýðsfélagið er eitthvað sem allir unglingar ættu kíkja á!

 

Einnig er í undirbúningi sjálfsstyrkingarnámsskeið fyrir 10-12 ára sem verður auglýst síðar! 

13. janúar 2020 - 20:16

Helga Kolbeinsdóttir