Hetjan ég er sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur í 5.-6. bekk. Markmið námskeiðsins er að miðla markmiðasetningu, félagsfærni og jákvæðri sjálfsmynd. Einnig verður farið yfir mikilvægi þess að taka ábyrgð, hrósa og þora að takast á við áskoranir. Námskeiðið verður í Hjallakirkju á mánudögum frá 16:30-18:00 og samanstendur af 6 samverum (sú fyrsta verður 24. febrúar) sem hefjast á léttum kvöldverði, auk sólarhringsferðar í Vatnaskóg (20-21 mars). 

Þátttakendur á námskeiðinu geta minnst verið 8 og mest 18. Verð á námskeiðið er 15.000 krónur (innifalið í því er ferðin í Vatnaskóg) og fer skráning fram á slóðinni https://sumarfjor.is/Event.aspx?id=16 .
Athugið að hægt er að sækja um styrk á netfangið helga@digraneskirkja.is

Námskeiðið er samvinnuverkefni KFUM OG KFUK við Digranes- og Hjallakirkjur. Umsjón með námskeiðinu hafa fjölskyldufræðingur, prestur, tómstundafræðingar og nemi á lokaári í barnasálfræði auk góðra gesta.  

 

6. febrúar 2020 - 10:40

Helga Kolbeinsdóttir