Sunnudagurinn 23. febrúar verður góður dagur í Digranes- og Hjallakirkju.

Messað verður klukkan 11.oo í Digraneskirkju. Félagar úr Kór Hjallakirkju leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller. Predikað verður út frá pistli þessa dags sem kemur úr fyrra Korintubréfi 1. kafla 1.18-25 og hljómar svona:

Kristur, kraftur Guðs og speki:

 því aðorð krossins er heimska þeim er stefna í glötun en okkur sem hólpin verðum er það kraftur Guðs. Ritað er:
Ég mun eyða speki spekinganna
og hyggindi hyggindamannanna mun ég að engu gera.

Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður, orðkappi þessa heims? Er ekki það sem heimurinn telur speki heimska í augum Guðs?
Enda þótt speki Guðs sé í heiminum gátu mennirnir ekki þekkt Guð með sinni speki. Þess vegna ákvað Guð að boða það sem er heimska í augum manna og frelsa þá sem trúa. Gyðingar heimta tákn og Grikkir leita að speki en við prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku en okkur sem Guð hefur kallað, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs.  Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari.

Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarheimili að messu lokinni.

Sama dag verður notaleg helgistund í Hjallakirkju kl. 17.00. Kór Hjallakirkju syngur ásamt því að leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller. Kertaljós og bænastund við bænastjaka. Á sama tíma verður stund fyrir börnin þannig að um góða fjölskyldusamveru er að ræða fyrir alla í helgarlok. Kjúklingasúpa og bolludagsbollur á vægu verði í safnaðarheimili að lokinni stund í kirkju.

Verið hjartanlega velkomin.

20. febrúar 2020 - 19:15

Sunna Dóra Möller