Verið velkomin á opið hús í Digraneskirkju á föstudag (28. febrúar) 

Dagskrá
Kl. 17:30 Húsið opnar
Kl. 17:40 Helgistund
Kl. 18:00 Kvöldmatur á 1.000 kr
Kl. 18:45 Sýning á myndinni ,,Priceless“ hefst í Kapellu á neðri hæð kirkjunnar.
Kl. 20:45 Áætlað að sýningu myndarinnar sé lokið

Hægt er að nýta þjónustu kirkjubílsins (500 kr.), en nauðsynlegt er að panta bílinn hjá kirkjuverði í síma 554 1620 fimmtudeginum fyrir Opna húsið. 

Á opnu húsi 28. febrúar nk. sýnir Friðarbíó myndina ,,Priceless“. Myndin segir frá ekli sem missir forræði yfir dóttur sinni. Hann fellst á að keyra vörubíl þvert yfir landið, en þegar hann áttar sig á því hvaða farm hann er að flytja, stendur hann frammi fyrir vali sem breytir lífi hans. Priceless er frábær mynd með góðum kristilegum boðskap. Aðgangur er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum til Friðarbíós. Þá verður einnig hægt að kaupa gos og popp gegn vægu gjaldi, allur ágóði rennur til Friðarbíós. 

Velkomin að kíkja til okkar, hvort sem er í einn dagskrárlið eða alla. Einnig er upplagt að mæta með handavinnuna eða spila, heitt á könnunni í safnaðarsal kirkjunnar.

25. febrúar 2020 - 10:37

Helga Kolbeinsdóttir