Sunnudaginn 1. mars er Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar og höldum við hann hátíðlegan í Digranes- og Hjallakirkju með Æskulýðsmessu í Hjallakirkju kl. 17.00. Messan verður helguð börnum og unglingum. Við ætlum að syngja saman, fara á mismunandi stöðvar í kirkjunni, kveikja á kertum og skrifa bænarefni svo eitthvað sé nefnt.
Boðið verður upp á pizzuveislu í safnaðarheimili að messu lokinni.
Messan er í umsjá sr Karenar, sr Helgu, Höllu æskulýðsfulltrúa og sr Páll Ágúst Ólafsson sér um tónlist.
Athugið að þennan sunnudag verður ekki messa í Digraneskirkju kl. 11.00 vegna æskulýðsdagsins.
Verið öll hjartanlega velkomin!
28. febrúar 2020 - 19:08
Helga Kolbeinsdóttir