Í kjölfar frétta um útbreiðslu Corona veirunnar, fyrirmæla frá Biskupi og hvatningu Almannavarna og Landlæknis til sérstakrar aðgátar varðandi þá hópa sem eru í mestri hættu af hennar völdum, höfum við ákveðið að fella niður samverur eldri borgara á meðan neyðarstig Almannavarna er í gildi. Sama gildir um leikfimi eldri borgara, prjónakaffi á miðvikudagskvöldum og bænastundir á fimmtudögum. Við hvetjum alla til að kynna sér betur spurningar, svör og tilmæli Landlæknisembættisins hér.
Barna- og æskulýðsstarf heldur sér eftir sem áður og hefðbundin messa verður alla sunnudaga kl 11 í Digraneskirkju á meðan ástandið er óbreytt.
9. mars 2020 - 12:18
Helga Kolbeinsdóttir