Í ljósi ákvörðunar stjórnvalda um samkomubann vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur biskup sent út tilkynningu þess efnis að allt messuhald og vorfermingar falli niður í Þjóðkirkjunni. Hjá okkur í Digraneskirkju og Hjallakirkju á þetta við um allt helgihald og safnaðarstarf, þar með talið barna- og æskulýðsstarf, og gildir meðan samkomubann er í gildi.

Það er ljóst að aðstæður sem þessar geta valdið kvíða og vanlíðan hjá fólki og viljum við minna á að það er alltaf prestur tiltækur til samtals á opnunartíma kirknanna og annars auglýstum messutíma.  

Hægt er að hafa samband í síma 554 1620 (Digraneskirkja) eða 554 6716 (Hjallakirkja) á auglýstum opnunartíma eða senda tölvupóst á prestana og bóka viðtal:

Sr Gunnar Sigurjónsson – gunnar@digraneskirkja.is  
Sr Sunna Dóra Möller – sunna@hjallakirkja.is  
Sr Helga Kolbeinsdóttir – helga@digraneskirkja.is
Sr Karen Lind Ólafdsdóttir – karen@hjallakirkja.is

Munum að hlúa vel hvort að öðru og gæta sérstaklega að þeim sem eru í áhættuhóp og/eða eru í hættu á að einangrast við þessar aðstæður. Umræðunni í samfélaginu hættir til að litast af ótta og ekki allar upplýsingar áreiðanlegar. Gætum orða okkar og leggjum okkur fram um að miðla kærleika og von á tímum óvissu.

Að lokum er gott að leita huggunar og uppörvunar í orði Guðs:

Guð er oss hæli og styrkur,
örugg hjálp í nauðum.
Því óttumst vér eigi þótt jörðin haggist
og fjöllin steypist í djúp hafsins,
þótt vötnin dynji og ólgi,
þótt fjöllin riði af ofsa þeirra.
Elfur kvíslast og gleðja Guðs borg,
heilagan bústað Hins hæsta.
Guð býr í henni miðri, hún bifast ekki,
Guð hjálpar henni þegar birtir af degi.
(Sálm. 49)

 

 

13. mars 2020 - 14:15

Helga Kolbeinsdóttir