Tekin hefur verið sú ákvörðun í ljósi aðstæðna að hafa eina starfstöð þessara tveggja kirkna í Digraneskirkju. Kirkjuverðir Hjallakirkju og Digraneskirkju skipta með sér vikum og svara símtölum sem berast til beggja kirknanna á skrifstofu Digraneskirkju.

Prestar kirknanna vinna á vöktum, tveir á vakt vikulega og tveir heima til að tryggja þjónustu í söfnuðum ef eitthvert þeirra veikist.

Það verður alltaf prestur til viðtals í Digraneskirkju milli kl. 11.00-13.00 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og á skilgreindum messutíma á sunnudögum í Digraneskirkju kl. 11.00 og Hjallakirkju kl. 17.00.

Vikuna 17.03-31.03 eru sr. Helga Kolbeinsdóttir og sr. Sunna Dóra Möller á vakt og hægt er að ná í þær á auglýstum viðtalstímum og á netföngunum sunna@hjallakirkja.is og helga@digraneskirkja.is. Einnig er hægt að ná í þær í símum: Sunna Dóra: 6942805 og Helga: 6947415.

Við leggjum áherslu á að við erum til staðar fyrir okkar sóknarbörn og hvetjum fólk til að hafa samband með það sem á hvílir í þessu undarlega ástandi sem við erum að ganga í gegnum þessa dagana.

Höfum í huga í dag þessi fallegu orð sem má finna í bókinni “Blessunarorð” eftir sr. Karl Sigurbjörnsson:

Ég vef um þig vernd Krists.

Vörn og hlífð Guðs gæti þín

og geymi þig

og fylgi þér á öllum vegum þínum,

gegnum hættur, háska og tjón.

Andi Guðs dansi kringum þig

og gleðji þig,

uppörvi og efli

sérhvern dag,

hverja nótt,

sérhvern dag.

 

17. mars 2020 - 11:14

Sunna Dóra Möller