Sunnudaginn 24. maí verður helgistund í Digraneskirkju kl. 11:00.
Sr. Helga Kolbeinsdóttir og Lára Bryndís Eggertsdóttir leiða stundina. Talað verður út frá pistli dagsins úr Fyrra Pétursbréfi:
En endir allra hluta er í nánd. Verið því gætin og algáð til bæna. Umfram allt hafið brennandi kærleika hvert til annars því að kærleikur hylur fjölda synda. Verið gestrisin hvert við annað án þess að mögla. 1Sérhvert ykkar hefur fengið náðargáfu. Notið þær og þjónið hvert öðru eins og góðir ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs. Sá sem talar flytji Guðs orð, sá sem þjónar sýni að Guð gefi máttinn til þess. Verði svo Guð vegsamaður í öllum hlutum fyrir Jesú Krist. Hans er dýrðin og mátturinn um aldir alda. Amen.
Vegna aðstæðna er ekki gengið til altaris og munum eftir að virða tveggja metra regluna.
Að helgistund lokinni verður boðið upp á kaffi og kex.
Verið velkomin.
19. maí 2020 - 11:09
Helga Kolbeinsdóttir