Guðsþjónustan verður í umsjá sr. Sjafnar Jóhannesdóttur og Lenku Mátéova, organista Kópavogskirkju.

Kaffi og kex í safnaðarheimili að lokinni Guðsþjónustu. 

Allir velkomnir!

 

Ath! Yfir sumantíman er samstarf milli kirknanna í Kópavogi um helgihald.

Alla sunnudaga kl 11 í sumar verður helgihald í ýmist Digraneskirkju, Hjallakirkju eða safnaðarsal Kópavogskirkju og í Lindakirkju kl. 20:00. 

Alla jafna verður helgihaldið í Digraneskirkju í júní, Hjallakirkju í júlí og Digraneskirkju í ágúst. 

 

Pistill sunnudagsins: 1Jóh 4.16-21
Við þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á okkur, og trúum á hann.
Guð er kærleikur og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum. Fáum við elskað hvert annað og lifað eins og Kristur lifði hér á jörð, verðum við full djörfungar á degi dómsins. Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann. Því að óttinn býst við hegningu en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni.
Við elskum því að Guð elskaði okkur að fyrra bragði. Ef einhver segir: „Ég elska Guð,“ en hatar trúsystkin sín er sá lygari. Því að sá sem elskar ekki bróður sinn eða systur,
sem hann hefur séð, getur ekki elskað Guð sem hann hefur ekki séð. Og þetta boðorð höfum við frá honum, að sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn og systur.

10. júní 2020 - 11:45

Helga Kolbeinsdóttir