Sunnudaginn 28. júní verður guðsþjónusta kl. 11 í Digraneskirkju með fermingu. Gengið verður til altaris við þetta hátíðlega tilefni. Sr Helga Kolbeinsdóttir og sr Karen Lind Ólafsdóttir leiða stundina ásamt Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista. 

Kaffi og kex í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni. 

Verið velkomin!

 

Ath! Yfir sumantímann er samstarf milli kirknanna í Kópavogi um helgihald.

Í júní er guðsþjónusta alla sunnudaga kl 11 í Digraneskirkju.

Í júlí er guðsþjónusta alla sunnudga kl 11 í Hjallakirkju.

Í ágúst er guðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. 

Alla sunnudaga í sumar er sunnudagaskóli kl. 11 í Lindakirkju og guðsþjónusta kl. 20.

 

Guðspjall sunnudagsins (Lúk 15.1-10): 

Allir tollheimtumenn og bersyndugir komu til Jesú að hlýða á hann en farísear og fræðimenn ömuðust við því og sögðu: „Þessi maður tekur að sér syndara og samneytir þeim.“

En Jesús sagði þeim þessa dæmisögu: „Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim sem týndur er þar til hann finnur hann? Og glaður leggur hann sauðinn á herðar sér er hann finnur hann. Þegar hann kemur heim kallar hann saman vini sína og nágranna og segir við þá: Samgleðjist mér því að ég hef fundið sauðinn minn sem týndur var. Ég segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara, sem tekur sinnaskiptum, en yfir níutíu og níu réttlátum sem þurfa þess ekki við.

Eða kona sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, kveikir hún þá ekki á lampa, sópar húsið og leitar vandlega uns hún finnur hana? Og er hún hefur fundið hana kallar hún saman vinkonur sínar og grannkonur og segir: Samgleðjist mér því að ég hef fundið drökmuna sem ég týndi. Þannig segi ég yður að englar Guðs munu gleðjast yfir einum syndara sem bætir ráð sitt.“

24. júní 2020 - 09:35

Helga Kolbeinsdóttir