Þriðjudaginn 21.júlí kl 12:00 heldur Benjamín Gísli Einarsson píanóleikari tónleika í Digraneskirkju. Benjamín starfar hjá Skapandi Sumarstörfum í Kópavogi.

Á efnisskránni verða íslensk þjóðlög í opnum útsetningum þar sem mikið rými verður fyrir hið óvænta. Framvindan á tónleikunum verður því ferðalag bæði fyrir hlustandann og flytjandann.

Benjamín stundar nú bachelornám við djassdeild NTNU háskólans í Þrándheimi.

Frítt er inn á tónleikana og allir velkomnir.

7. júlí 2020 - 16:50

Sr. Gunnar Sigurjónsson