Sunnudaginn 19. júlí verður guðsþjónusta kl. 11 í Hjallakirkju með fermingu. Gengið verður til altaris við þetta hátíðlega tilefni. Sr Helga Kolbeinsdóttir leiðir stundina ásamt Matta Sax.
Verið velkomin!
Ath! Yfir sumantímann er samstarf milli kirknanna í Kópavogi um helgihald.
Í júní er guðsþjónusta alla sunnudaga kl 11 í Digraneskirkju.
Í júlí er guðsþjónusta alla sunnudga kl 11 í Hjallakirkju.
Í ágúst er guðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimili Kópavogskirkju.
Alla sunnudaga í sumar er sunnudagaskóli kl. 11 í Lindakirkju og guðsþjónusta kl. 20.
Guðspjall sunnudagsins (Matt 28.18-20):
Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“