Haustnámskeið fermingarbarna verður 17.-20. ágúst og hefst á mánudag í Hjallakirkju samkvæmt áætlun.
Við skiptum börnunum í tvo hópa, þau börn sem tilheyra Digranessókn mæta í fyrri hópinn (kl. 9-11) og þau börn sem tilheyra Hjallasókn í seinni hópinn (kl. 13-15).
Börnin fá afhent námsgögn þegar þau mæta.
Námskeiðið verður til skiptis í kirkjunum tveim.
Mæting er:
- Mánudag 17. ágúst í Hjallakirkju,
- Þriðjudag 18. ágúst í Digraneskirkju,
- Miðvikudag 19. ágúst í Hjallakirkju
- Fimmtudag 20. ágúst í Digraneskirkju.
Börnin fá létta hressingu í báðum hópum.
14. ágúst 2020 - 17:24
Sr. Gunnar Sigurjónsson