Sunnudaginn 13. september verður notaleg stund í Hjallakirkju kl. 17.
Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar og kór Hjallakirkju
flytur okkur ljúfa tóna undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista.
Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á heita kjötsúpu, kaffi og samfélag.
Við hlökkum til að sjá þig!