Sunnudaginn 27. september verður Innsetningarguðsþjónusta kl. 11:00 í Digraneskirkju. Sr Helga Kolbeinsdóttir verður formlega sett inn í embætti prests í Digranessöfnuði af sr Gísla Jónassyni, prófasti. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir, Samkór Kópavogs leiðir söng. Kaffi og meðlæti að guðsþjónustu lokinni.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00 í kapellu á neðri hæð Digraneskirkju. 

Kl. 17:00 verður guðsþjónusta í Hjallakirkju. Guðsþjónustan er í umsjá sr Karenar Lindar. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir, félagar úr kór Hjallakirkju leiða söng. Máltíð að guðsþjónustu lókinni (1.000 kr á mann). 

Ath! Við hvetjum kirkjugesti að kynna sér vel leiðbeiningar sóttvarnarlæknis vegna COVID-19. Sýnum ábyrgð í verki, notum spritt og gætum að því að virða 1 metra reglu við ótengda aðila!

 

Pistill sunnudagsins (Ef 3.13-21):

Fyrir því bið ég að þið látið eigi hugfallast út af þrengingum mínum ykkar vegna. Þær eru ykkur til vegsemdar.
Þess vegna beygi ég kné mín fyrir föðurnum, sem hvert faðerni fær nafn af á himni og jörðu, að hann gefi ykkur af ríkdómi dýrðar sinnar að styrkjast fyrir anda sinn að krafti hið innra með ykkur til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum ykkar og þið verða rótfest og grundvölluð í kærleika. Mættuð þið því geta skilið það með öllum heilögum hvílík er víddin og lengdin, hæðin og dýptin í kærleika Krists og fá að sannreyna hann, sem gnæfir yfir alla þekkingu, og ná að fyllast allri Guðs fyllingu.
En honum, sem í oss verkar með krafti sínum og megnar að gera langt fram yfir allt það sem vér biðjum eða skynjum, honum sé dýrð í kirkjunni og í Kristi Jesú með öllum kynslóðum um aldir alda. Amen.

24. september 2020 - 11:55

Helga Kolbeinsdóttir