Á þriðjudaginn hittumst við að venju í safnaðarheimili Digraneskirkju. Kirkjubíllinn verður á ferðinni og skal panta hann kl. 9 í síma Digraneskirkju,  S: 554 1620.

Dagskrá hefst á leikfimi kl. 11 og hádegisverði kl. 11.50.

Eftir létta helgistund mætir til okkar sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og fræðir okkur um drauma. Hún fjallar um hvers eðlis draumar eru og hvaða merkingu þeir kunna að  hafa.

Við minnum á fyrirmæli sóttvarnarlæknis á covid.is: https://www.covid.is/undirflokkar/eldri-borgarar og hvetjum alla til að gæta að sóttvörnum. Við bjóðum upp á spritt og pössum að halda fjarlægð hvert við annað.

Við hlökkum til að sjá þig.

 

28. september 2020 - 15:51

Karen Lind Ólafsdóttir