Helgihald sunnudaginn 4. október 2020

SÖKUM COVID-19 VERÐUR EKKI BOÐIÐ UPP Á MÁLTÍÐ Á EFTIR HELGIHALDINU Í DAG

Sunnudaginn 4. október verður guðsþjónusta kl. 11:00 í Digraneskirkju. Sr Gunnar Sigurjónsson þjónar. Organisti er Hrafnkell Karlsson,  Söngvinir leiða safnaðarsöng. 

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00 í kapellu á neðri hæð Digraneskirkju. 

Kl. 17:00 verður Bleik messa í Hjallakirkju. Guðsþjónustan er í umsjá sr Helgu Kolbeinsdóttur. Organisti er Arngerður María Árnadóttir, Kór Hjallakirkju syngur og leiðir safnaðarsöng.  Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri krabbameinsskrár og Sigrún Elva í fræðslu- og forvarnarnefnd félagsins halda erindi. Máltíð að guðsþjónustu lokinni (1.000 kr á mann), einnig gefst kostur á að kaupa Bleiku slaufuna til styrktar Krabbameinsfélaginu.  

Ath! Við hvetjum kirkjugesti að kynna sér vel leiðbeiningar sóttvarnarlæknis vegna COVID-19. Sýnum ábyrgð í verki, notum spritt og gætum að því að virða 1 metra reglu við ótengda aðila!

Pistill sunnudagsins (Ef 4.1-6):
Ég, bandinginn vegna Drottins, áminni ykkur þess vegna um að hegða ykkur svo sem samboðið er þeirri köllun sem þið hafið hlotið. Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað. Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins. Einn er líkaminn og einn andinn eins og Guð gaf ykkur líka eina von þegar hann kallaði ykkur. Einn er Drottinn, ein trú, ein skírn, einn Guð og faðir allra, sem er yfir öllum, með öllum og í öllum.

30. september 2020 - 11:43

Helga Kolbeinsdóttir

Go to Top