Tilmæli biskups eru eftirfarandi:
- Guðsþjónustur á sunnudögum og öðrum helgidögum í október falla niður sem samverur.
- Kóræfingar falla niður í október.
- Útfarir: 50 manna fjöldatakmörkun er í gildi í útförum.
- Athafnir, svo sem skírnir og hjónavígslur: 20 manna fjöldatakmörkun er í gildi við athafnir kirkjunnar, svo sem skírnarathafnir og hjónavígslur.
- Barna- og æskulýðsstarf barna sem fædd eru árið 2005 og síðar heldur áfram, að teknu tilliti til allra sóttvarnarreglna sem í gildi eru.
- Eldri borgarastarf fellur niður í október.
- Fermingarfræðsla heldur áfram, að teknu tilliti til allra sóttvarnarreglna sem í gildi eru.
4. október 2020 - 21:35
Sr. Gunnar Sigurjónsson