Kæru sóknarbörn Digranes- og Hjallasóknar
Vegna hertra samkomutakmrakanna og aukinnar tíðni smita vegna COVID-19 fellur niður allt fullorðinsstarf safnaðanna út október. Þetta gildir um allt hefðbundið helgihald, eldri borgarastarf, allt kórastarf og Prjónakaffi.
Allt barna- og æskulýðsstarf fellur einning niður amk næsta hálfa mánuðinn. Þetta gildir um Kirkjuprakkara, Barnakór, Æskulýðssfélag, Krílakaffi og Sunnudagaskóla. Við munum svo endurmeta stöðuna að loknum tveim vikum, eða 19 október næstkomandi.
Við munum senda reglulega út helgistundir á heimasíðu- og Facebook síðum kirknanna.
Kirkjurnar verða opnar milli 11 og 13 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og prestur til viðtals, einnig má panta viðtalstíma utan opnunartíma með því að senda tölvupóst eða hringja.
Þá er velkomið að koma, kveikja á kerti og eiga hljóða stund í kirkjunum, og biðja í hljóði eða með öðrum.
Hlýjar kveðjur og óskir um Guðs blessun,
Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. (Jóh. 14.27)
Prestar, starfsfólk og sóknarnefndir Digraneskirkju og Hjallakirkju
7. október 2020 - 15:43
Helga Kolbeinsdóttir