Á morgun munum við deila með ykkur fallegri stund sem tekin var uppí Hjallakirkju, ljúf jólatónlist í bland við hugleiðingu og bænir um blessun Guðs á aðventunni sem er að ganga í garð.  Helgistundin verður birt hér á heimasíðunni okkar sem og facebook síðum kirknanna. Við vonum þið fáið notið stundarinnar heima í stofu, eða hvar sem þið eruð stödd og við við óskum ykkar gleði og friðar á þessari aðventu.

Við minnum á að þó hefðbundið helgihald og safnaðarstarf liggi niðri erum við til staðar í kirkjunni á auglýstum opnunartíma. 

Með ósk um Guðs blessun. 

Pistill dagsins: 1Þess 3.9-13
Hvernig get ég nógsamlega þakkað Guði fyrir alla þá gleði er hann lét ykkur veita mér? Ég bið nótt og dag, heitt og af hjarta, að fá að sjá ykkur og bæta úr því sem áfátt er trú ykkar. Sjálfur Guð og faðir vor og Drottinn vor Jesús greiði veg minn til ykkar. En Drottinn efli ykkur og auðgi að kærleika hvert til annars og til allra eins og ég ber kærleika til ykkar. Þannig styrkir hann hjörtu ykkar svo að þið verðið óaðfinnanleg og heilög í augum Guðs, föður vors, þegar Drottinn vor Jesús kemur ásamt öllum sínum heilögu.

28. nóvember 2020 - 19:49

Helga Kolbeinsdóttir