Boðið verður upp á upptökur um jólin og áramótin sem hægt er að sjá hér á heimasíðunni eða Facebook
Aðfangadagur jóla
Streymt er upptöku fyrir aðfangadag sem tekin var upp í báðum kirkjum með tónlistarflutningi og töluðu máli frá leikmönnum og prestunum.
sr. Gunnar Sigurjónsson og sr. Sunna Dóra Möller flytja hugleiðingar.
sr. Helga Kolbeinsdóttir og sr. Karen Lind Ólafsdóttir lesa ritningarlestra.
Formenn sóknarnefnda Margrét Loftsdóttir og Andrés Jónsson flytja bænir.
sr. Bolli Pétur Bollason ber fram blessunarorð í lok stundarinnar.
Einsöngvarar: Einar Clausen og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir.
Kristín Lárusdóttir leikur á Selló og félagar úr kór Hjallakirkju syngja.
Í lok stundarinnar er sungið „Heims um ból“ sem er samræmdur flutningur úr báðum kirkjum.
Organistar eru Lára Bryndís Eggertsdóttir og Sólveig Sigríður Einarsdóttir.
Hér er upptaka aðfangadags. Smelli hér
Þennan dag munu sr. Gunnar og sr. Bolli mæta í kirkjurnar ásamt organistunum klukkan 18 til að flagga í Digraneskirkju og Hjallakirkju og „kannski“ lesa guðspjallið og syngja „Heims um ból“ 🙂
Því verður ekki streymt 🙂
Gamlársdagur
sr. Gunnar Sigurjónsson og sr. Sunna Dóra Möller lesa ritningarlestra, biðja bæna og flytja stuttar hugleiðingar.
Sólveig Sigríður Einarsdóttir, organisti og Einar Clausen, söngvari sjá um tónlist fyrir stundina.
21. desember 2020 - 14:47
Sr. Gunnar Sigurjónsson