Á sunnudag 14. febrúar hefjum við með gleði hefðbundið helgihald á ný!
Kl. 11:00 er messa Digraneskirkju í umsjón sr Sunnu Dóru, sr Karenar Lindar og sr Helgu. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir.
Á sama tíma er sunnudagaskóli í kapellunni á neðri hæð kirkjunnar í umsjón Höllu Marie æskulýðsfulltrúa og Söru Lindar og Ásdísar leiðtoga.
Kl. 12:30 er fermingarfræðsla, Erna Kristín guðfræðingur, ætlar að fræða börnin um jákvæða líkamsmynd.
Ath! Grímuskylda og tveggja metra regla er í gildi. Við biðjum fólk að virða þetta og gæta þess að hafa gott bil á milli sín. Ekki er boðið upp á kirkjukaffi að messu lokinni.
9. febrúar 2021 - 13:27
Helga Kolbeinsdóttir