Á sunnudag 28. febrúar eru guðsþjónustur í Digraneskirkju og Hjallakirkju.

Kl. 11:00 er messa Digraneskirkju í umsjón sr Gunnars. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. 
Á sama tíma er sunnudagaskóli í kapellunni á neðri hæð kirkjunnar í umsjón Höllu Marie æskulýðsfulltrúa og Söru Lindar og Ásdísar leiðtoga. Boðið verður upp á súpu og brauð í safnaðarsal (500 kr). 

Kl. 17:00 er guðsþjónusta í Hjallakirkju í umsjá sr Karenar. Lára Bryndís organisti leiðir söng ásamt félögum úr kór Hjallakirkju.

Ath! Grímuskylda þar sem minna en metri er á milli ótengdra aðila. 

Guðspjall sunnudagsins: Mrk 9.14-29
Þegar þeir komu til lærisveinanna sáu þeir mannfjölda mikinn kringum þá og fræðimenn að þrátta við þá. En um leið og fólkið sá hann sló þegar felmtri á menn og þeir hlupu til og heilsuðu Jesú. Hann spurði þá: „Um hvað eruð þið að þrátta við þá?“
En einn úr mannfjöldanum svaraði honum: „Meistari, ég færði til þín son minn sem er haldinn illum anda svo að hann getur ekki talað. Hvar sem andinn grípur hann slengir hann honum flötum og hann froðufellir, gnístir tönnum og stirðnar upp. Ég bað lærisveina þína að reka hann út en þeir gátu það ekki.“
Jesús svarar þeim: „Þú vantrúa kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá ykkur? Hversu lengi á ég að umbera ykkur? Færið hann til mín.“
Þeir færðu hann þá til Jesú en um leið og andinn sá hann teygði hann drenginn ákaflega, hann féll til jarðar, veltist um og froðufelldi.
Jesús spurði þá föður hans: „Hve lengi hefur honum liðið svo?“
Faðirinn sagði: „Frá bernsku. Og oft hefur illi andinn kastað honum bæði í eld og vatn til að fyrirfara honum. En ef þú getur nokkuð þá sjá aumur á okkur og hjálpa okkur.“ Jesús sagði við hann: „Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.“
Jafnskjótt hrópaði faðir sveinsins: „Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni.“
Nú sér Jesús að mannfjöldi þyrpist að. Þá hastar hann á óhreina andann og segir: „Þú daufdumbi andi, ég býð þér, far út af honum og kom aldrei framar í hann.“
Þá æpti andinn, teygði hann mjög og fór en sveinninn varð sem nár svo að flestir sögðu: „Hann er dáinn.“ En Jesús tók í hönd honum og reisti hann upp og hann stóð á fætur.
Þegar Jesús var kominn inn og orðinn einn með lærisveinum sínum spurðu þeir hann: „Hvers vegna gátum við ekki rekið hann út?“
Jesús mælti: „Þetta kyn verður eigi út rekið nema með bæn.“

 

24. febrúar 2021 - 13:11

Helga Kolbeinsdóttir