Sunnudaginn 7. mars verður æskulýðssdagurinn haldinn hátíðlegur með fjölskyldumessu í Digraneskirkju kl. 11:00. sr Helga og sr Karen leiða stundina ásamt Höllu Marie æskulýðsfulltrúa og Söru og Ásdísi leiðtogum sunnudagaskólans. 

Í kjölfar stundarinnar hvetjum við fermingarbörnin að taka með sér dreifimiða sem þau setja í póstkassa í sínu hverfi til að auglýsa vatnssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar. Verkefnið verður kynnt í messunni.

Kl 17:00 er guðsþjónusta í Hjallakirkju í umsjón sr Karenar. Lára Bryndís organisti ásamt félögum úr kór Hjallakirkju leiða tónlist. 

 

 

3. mars 2021 - 10:49

Helga Kolbeinsdóttir