Sunnudaginn 21. mars er guðsþjónusta kl 11 í Digraneskirkju. sr Helga leiðir stundina og Sólveig organisti leiðir tónlist ásamt Unu Dóru Þorbjörnsdóttur sem mun syngja einsöng. Súpa og brauð á 500 kr í safnaðarsal að stund lokinni.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað á sama tíma í Kapellunni á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón: Halla Marie æskulýðsfulltrúi og Ásdís og Sara Lind leiðtogar.
Kl 17:00 er guðsþjónusta í Hjallakirkju í umsjón sr Karenar. Lára Bryndís organisti leiðir tónlist ásamt félögum úr kór Hjallakirkju.
Boðunardagur Maríu (Lúk. 1.39-45)
En á þeim dögum tók María sig upp og fór með flýti til borgar nokkurrar í fjallbyggðum Júda. Hún kom inn í hús Sakaría og heilsaði Elísabetu. Þá varð það, þegar Elísabet heyrði kveðju Maríu, að barnið tók viðbragð í lífi hennar og Elísabet fylltist heilögum anda og hrópaði hárri röddu: „Blessuð sért þú meðal Nýr pistillkvenna og blessaður ávöxtur lífs þíns. Hvaðan kemur mér þetta, að móðir Drottins míns kemur til mín? Þegar kveðja þín hljómaði í eyrum mér tók barnið viðbragð af gleði í lífi mínu. Sæl er sú sem trúði því að rætast mundi það sem Drottinn lét segja henni.“
Verið hjartanlega velkomin!
19. mars 2021 - 12:02
Helga Kolbeinsdóttir