Skráning er hafin í fermingar vorið 2022 og i fermingarfræðslu veturinn 2021/2022 er hafin.
Fermingarfræðslan hefst með námskeiði 16.-19. ágúst. Þau fermingarbörn sem ekki geta tekið ágústnámskeiðið geta sótt námskeið í janúar. Haldinn verður fundur með foreldrum fermingarbarna næsta vetrar um leið og aðstæður leyfa í haust.
Skráning fer fram hér á heimasíðunni undir hlekknum „Fermingar“ og þar er farið inn á lið sem heitir „upplýsingar“ og þar getið þið smellt inn á skráningarform sem fylla þarf út. Einnig er hægt að komast inn á sömu síðu hér í gegnum „bannerinn“ á heimasíðunni.
Fermingardagarnir eru sex að þessu sinni:
Laugardagurinn 9. apríl í Hjallakirkju kl. 11.00
Laugardagurinn 9. apríl í Hjallakirkju kl. 13.00
Sunnudaguinn 10. apríl (pálmasunnudagur) í Hjallakirkju kl. 11.00
Sunnudagurinn 10. apríl (pálmasunnudagur) í Hjallakirkju kl. 13.00
Sunnudagurinn 10. april (pálmasunnudagur) í Digraneskirkju kl. 11.00
Fimmtudagurinn 14. apríl (skírdagur) í Digraneskirkju kl. 11.00
Athugið að upplýsingar sem koma fram á heimasíðunni um fyrirkomulag fræðslunnar geta breyst er betri mynd kemst á starfið í haust.
Fermingarfræðslugjaldið er 20.777 og er möguleiki að velja að greiða fullt gjald strax eða greiða staðfestingargjald 10.777 og eftirstöðvarnar 10.000kr þann 1. mars 2022.
Annars kostnaður sem fellur til vegna fermingarinnar er 2000kr kirtilleiga sem greiðist til kirkjunnar og gjald vegna fermingarfræðsluferðar í Vatnaskóg en sú ferð er niðurgreidd af prestakallinu og héraðssjóði.
Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við okkur prestana. Við hlökkum mikið til þess að eiga gott samstarf við ykkur næsta vetur.
Prestar Digranes- og Hjallakirkju
21. apríl 2021 - 16:55
Sunna Dóra Möller