Sunnudaginn 9. maí verður guðsþjónusta í Digraneskirkju kl. 11.00. Sr. Sunna Dóra og Sólveig Sigríður organisti leiða stundina. Við komum saman, syngjum bjarta sumarsálma og íhugum orð Guðs í bæn og þakkargjörð. Það er ríkir mikil tilhlökkun að geta loksins tekið á móti söfnuðnum okkar í almenna messu á ný enda langt um liðið síðan opið helgihald var heimilt í kirkjunni okkar.  Verið því hjartanlega velkomin.

Guspjall þessa sunnudags sem er fimmti sunnudagur páskatímans hljóðar svona:

Jóh 14.12-14

Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig mun einnig gera þau verk sem ég geri. Og hann mun gera meiri verk en þau því ég fer til föðurins. Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni það mun ég gera svo að faðirinn vegsamist í syninum. Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni mun ég gera það.

Höfum í huga að við erum sæl þegar við heyrum Guðs orð og varðveitum í hjörtum okkar!

 

5. maí 2021 - 17:19

Sunna Dóra Möller