Starf kórstjóra við Digranes- og Hjallaprestakall

Laust er til umsóknar starf kórstjóra við Digranes- og Hjallaprestakall. Um er að ræða 50% starf með möguleika á auknu starfshlutfalli.

Aðalverkefni kórstjóra verður að byggja upp kórastarf við nýsameinað prestakall. Umsækjandi þarf að eiga gott samstarf við organista prestakallsins og presta kirkjunnar og taka virkan þátt í helgihaldi og tónlistarlífi sóknanna beggja.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Umsækjandi þarf að hafa breiða reynslu í tónlist, grunnmenntun í kirkjutónlist er nauðsynleg, kunnátta á fleiri hljóðfæri er kostur ásamt því að litið er til framhaldsmenntunar á sviði sköpunar og tónlistar. Hann þarf að hafa góðan vilja til að vinna að nýjungum í fjölbreyttu helgihaldi. Reynsla af starfi með börnum og öldruðum er mikilvæg.

Krafist er framúrskarandi samskiptahæfni, sköpunargáfu, vilja til að sýna sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði.

Helstu verkefni:

  • Uppbygging og stjórnun barnakórs og áhugamannakórs
  • Umsjón með kórum og tónlist í fjölbreyttu helgihaldi

Viðkomandi þarf að geta hafið störf þann 1. september 2021. Laun samkvæmt kjarasamningi og launataxta FÍH.

Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 08. ágúst nk. Framkvæmdanefnd prestakallsins leggur tillögu um ráðningu fyrir sóknarnefnd. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsókn sendist rafrænt ásamt kynningarbréfi og ferilskrá á netfangið sunna@hjallakirkja.is

Nánari upplýsingar um starfið og þarfagreiningu veitir sr. Sunna Dóra Möller prestur í síma 6942805 eða á netfanginu sunna@hjallakirkja.is  

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.

 

8. júlí 2021 - 09:21

Sunna Dóra Möller