Hinir vinsælu Kirkjuprakkarar hefja göngu sína á ný núna á fimmtudag eftir langt sumar- og Covid hlé. 

Okkur hlakkar mikið til að taka á móti Kirkjuprökkurunum okkar, gömlum sem nýjum, allir eru hjartanlega velkomnir!

 

Aðeins um starfið:

Kirkjuprakkarar er starf fyrir 6-9 ára börn. Börnin fá hressingu, syngja saman og læra um kristileg gildi. Einnig er farið í leiki, spilað, föndrað og perlað svo fátt eitt sé nefnt.

Kirkjubíllinn sækir svo börn í frístundir Álfhólsskóla, Smáraskóla, Snælandsskóla og  Kópavogsskóla og skilar að starfi loknu, ef óskað er eftir því.

Ókeypis en nauðsynlegt er að skrá börnin hér 

Það kostar ekkert að taka þátt í barnastarfi kirkjunnar en við biðjum um að foreldrar/forráðamenn skrái börn sín formlega í starfið. Þetta er gert til þess að gæta öryggis ef eitthvað kemur upp á og einnig svo við getum leyft foreldrum að fylgjast með starfinu í gegnum reglulegan tölvupóst.

24. ágúst 2021 - 13:14

Helga Kolbeinsdóttir