Verið hjartanlega velkomin í fjölskyldumessu í Digraneskirkju á sunnudag (29. ágúst) kl 11:00!

Það verður líf og fjör í kirkjunni, við ætlum að halda upp á kærleiksdaginn mikla, syngja skemmtilega söngva og hver veit nema Rebbi og Mýsla kíki í heimsókn… já og kannski Fróði líka!
Börnin fá fjársjóðskistur sem þau safna gersemum í yfir veturinn í sunnudagaskólanum, sem er svo alla sunnudaga kl 11 í Digraneskirkju.
Að stundinni lokinni verður boðið uppá hoppikastala og pulsur!

Hlökkum til að sjá ykkur!

25. ágúst 2021 - 11:21

Helga Kolbeinsdóttir