Matthías V. Baldursson hefur verið ráðinn kórstjóri við Digranes- og Hjallaprestakall og tekur hann til starfa þann 1. september nk.  Matthías hefur mikla reynslu af kirkjutónlist, kórastarfi og messuhaldi ýmiss konar.  Að auki hefur hann 22 ára reynslu af tónlistarkennslu á mjög fjölbreyttum starfsvettvangi og að eigin sögn hefur hann mikla ánægju af því að kenna, skapa og flytja tónlist. Matthías starfaði áður í 4 ár sem tónlistarstjóri í Ástjarnarkirkju og hefur hann að auki starfað mikið í kirkjum Kópavogs við hin ýmsu verkefni. Í 10 ár hefur hann séð um um hljóðfæraleik í helgistundum í Hrafnistu Boðaþingi. Matthías hefur að auki reynslu sem faglegur stjórnandi og aðstoðarskólastjóri í tónlistarskóla og verið stjórnandi lúðrasveita og kóra í um 11 ár.

Við gleðjumst og fögnum yfir komu Matthíasar í prestakallið okkar og hlökkum mikið til að starfa með honum og njóta hans krafta við uppbyggingu á tónlistarstarfi innan sóknanna tveggja þar sem við leggjum áherslu á mikla breidd og fjölbreytta og skapandi nálgun ásamt nýjungum í helgihaldi og kórastarfi prestakallsins.

Velkominn í hópinn Matti!!

26. ágúst 2021 - 16:11

Sunna Dóra Möller