Á morgun, þriðjudag 31. ágúst, hefst nýtt og spennandi starf fyrir 10-12 ára börn!

Starfið verður alla þriðjudaga í vetur kl 15:00-16:00 í Hjallakirkju. 

Börnin fá hressingu, syngja saman og læra um kristileg gildi.

Í vetur förum við í skemmtilega leiki, spurningakeppni, sardínur í dós og bröllum ýmislegt saman.

– Kirkjubíllinn sækir svo börn í Smáraskóla, Snælandsskóla og  Kópavogsskóla, ef óskað er eftir því. 

Skráning hér á heimasíðunni 

Hlökkum til að sjá ykkur!

30. ágúst 2021 - 14:49

Helga Kolbeinsdóttir