Digraneskirkja kl. 11:00 – Hefðbundin Guðsþjónusta með altarisgöngu. Sr. Helga leiðir stundina ásamt Kára Allanssyni og félögum í Karlakórnum Esju. 

Sunnudagaskóli er samtímis í kapellunni á neðri hæð Digraneskirkju í umsjá Höllu æskulýðsfullrúa og leiðtoga. Öll börn hjartanlega velkomin!

Léttar veitingar í safnaðarsal kirkjunnar að messu og sunnudagsakóla loknum.(500 kr. á mann og hámark 1500 kr. á fjölskyldu).

Hjallakirkja kl. 17:00 – Guðsþjónusta með léttara ívafi. Fermingarbörnin eru sérstaklega boðuð til þessarar helgistundar sem verður samofin fræðslu um Boðorðin 10. sr Karen, sr Helga og Halla æskulýðsfulltrúi leiða stundina, Sálmari sér um tónlist. Pizza í safnaðarsal eftir stundina (500 kr. á mann og hámark 1500 kr. á fjölskyldu).

Guðspjall sunnudagsins (Matt 7.1-5)
Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga þínu. Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

21. september 2021 - 23:25

Helga Kolbeinsdóttir