Stuðningshópur í Digraneskirkju kl. 20-21 á þriðjudögum og Hjallakirkju kl. 12- 13 á föstudögum.
Afleiðingar ofbeldis eru margskonar en hér er ekki tæmandi upptalning af einkennum:
Afneitun:
- Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir því hvernig mér líður.
- Ég geri lítið úr því hvernig mér líður.
- Ég fel hvernig mér líður og er hrædd við að aðrir dæmi mig.
- Líf mitt og líðan stjórnast af öðru fólki og þeirra hegðun.
- Ég þarf ekki hjálp frá öðrum og treysti öðrum ekki til að vera til staðar fyrir mig.
- Ég tjái neikvæðar tilfinningar með því að draga mig til baka eða vona að aðrir átti sig á hvernig mér líður.
Sjálfsmynd
- Ég á erfitt með að taka ákvarðanir.
- Ég sækist stöðugt eftir samþykki annarra.
- Ég dæmi allt sem ég geri og upplifi skömm.
- Mér finnst óþægilegt þegar ég fæ hrós eða viðurkenningu.
- Ég á erfitt með að biðja aðra um að mæta þörfum mínum.
- Ég tek álit annarra fram yfir mitt eigið.
- Mér finnst ég þurfa að gera eitthvað fyrir fólk til að það geti elskað mig.
- Ég á erfitt með að viðurkenna mistök.
- Mér finnst enginn skilja mig, viðbrögð mín eða mína reynslu.
- Ég sinni ekki daglegum þörfum mínum og á erfitt með að forgangsraða.
Ábyrgð
- Ég upplifi aðra ekki geta séð um sig sjálfir, tekið ábyrgð á eigin líðan eða hegðun.
- Ef að öðru fólki fer að líða betur eða breytast, þá hef ég leyfi til að upplifa frelsi.
- Mitt hlutverk er að ráðleggja og hjálpa öðrum, jafnvel óumbeðið.
- Ég gef allt sem ég á fyrir þá sem mér þykir vænt um og forðast að setja mörk.
- Mér líður best í samskiptum þar sem ég hjálpa öðrum og hræðist samskipti við jafningja.
- Ég nota útlit mitt og persónuleika til þess að reyna að upplifa viðurkenningu en finnst ég minna virði en aðrir.
- Ég get ekki sett heilbrigð mörk fyrr en ég fæ nóg og missi stjórn á mér.
Að lifa af
- Ég frýs eða bregst ekki við í skaðlegum aðstæðum.
- Ég gagnrýni allt við mig og þarf stöðugt að bæta mig.
- Ég forðast nánd og einlægni til að verja mig.
- Ég bæli niður tilfinningar mínar eða þarfir til þess að forðast gagnrýni..
- Ég þarf alltaf að vera í hlutverki og vera viðbúin gagnrýni eða niðurlægingu.
- Ég sleppi ekki tökunum af öðru fólki, því ég treysti því ekki.
- Mér finnst það veikleikamerki að sýna tilfinningar.
- Ég þarf alltaf að afsaka mig og útskýra fyrir öðrum.
- Ég reyni að breyta mér og því sem ég geri til að verjast ofbeldi eða árásum.
- Ég veit betur hvernig öðrum líður en þeim sjálfum.
- Ég skil oft ekki líkamleg viðbrögð eða tilfinningar mínar þegar ég upplifi kveikjur (e. trigger).
- Ég geri lítið úr því ofbeldi sem ég varð fyrir og er stöðugt að efast um að mín upplifun hafi verið rétt.
- Ég einangra mig frá öðrum og hef ekki tilverurétt til að njóta þess sem ég er að gera.
- Ég gagnrýni mig fyrir að hafa ekki brugðist betur við, sett mörk og að ofbeldið hafi enn áhrif á mig.
7. október 2021 - 15:53
Karen Lind Ólafsdóttir