Digraneskirkja kl. 11:00 – Hefðbundin Guðsþjónusta. Sr. Gunnar leiðir stundina ásamt  Hrafnkeli og söngvinum.

Sunnudagaskóli er samtímis í kapellunni á neðri hæð Digraneskirkju í umsjá Höllu æskulýðsfullrúa og leiðtoga. Öll börn hjartanlega velkomin!

Léttar veitingar í safnaðarsal kirkjunnar að messu og sunnudagsakóla loknum.(500 kr. á mann og hámark 1500 kr. á fjölskyldu).

Guðspjalls sunnudagsins 10. október hljómar svona:

Jóh 1.43-51

Næsta dag hugðist Jesús fara til Galíleu. Hann hitti þá Filippus og sagði við hann: „Fylg þú mér!“ Filippus var frá Betsaídu, sömu borg og Andrés og Pétur. Filippus fann Natanael og sagði við hann: „Við höfum fundið þann sem Móse skrifar um í lögmálinu og einnig spámennirnir, Jesú frá Nasaret, son Jósefs.“
Natanael sagði: „Getur nokkuð gott komið frá Nasaret?“
Filippus svaraði: „Kom þú og sjá.“
Jesús sá Natanael koma til sín og sagði við hann: „Hér er sannur Ísraelíti sem engin svik eru í.“ Natanael spyr: „Hvaðan þekkir þú mig?“
Jesús svarar: „Ég sá þig undir fíkjutrénu áður en Filippus kallaði á þig.“
Þá segir Natanael: „Rabbí, þú ert sonur Guðs, þú ert konungur Ísraels.“
Jesús spyr hann: „Trúir þú af því að ég sagði við þig: Ég sá þig undir fíkjutrénu? Þú munt sjá það sem þessu er meira.“ Og hann segir við hann: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga niður yfir Mannssoninn.“

7. október 2021 - 12:13

Sunna Dóra Möller