Hér um að ræða spennandi samstarf milli Digranes- og Hjallaprestakalls og „Höfum gaman“

Þetta eru tónlistarnámskeið fyrir börn á leikskólaaldri og kennt verður alla laugardaga í nóvember (6. 13. 20. og 27.).

Kennslan fer fram á neðri hæð Digraneskirkju.

1-3 ára kl. 10.00-10.40

3-5 ára kl. 11.00-11.40

Tónlistarsamverurnar eru fyrir börn og foreldra þeirra þar sem kenndar eru skemmtilegar þulur og lög. Farið er í tónlistarleiki, spilað á ýmis konar hljóðfæri, hlustun og hreyfingar við fjölbreytta tónlist. Markmið tímanna er að auka málþroska, þjálfa taktskyn, vekja áhuga á tónlist og hafa gaman.

Innritun fer fram á tölvupóstfanginu hofumgaman@gmail.com

Umsjón hefur Linda Margrét Sigfúsdóttir

Verð: 10.000kr

Nánari upplýsingar:http://hofumgaman.is/

22. október 2021 - 11:18

Sunna Dóra Möller