Því miður erum við aftur komin á þann stað að þurfa að takmarka fjölda við athafnir.

Sunnudagaskóli verður eigi að síður í Digraneskirkju klukkan 11
Helgistund í Hjallakirkju klukkan 17
Ekki verður boðið upp á veitingar eftir athafnir í kirkjunum.

Kirkjustarf aldraðra er með óbreyttu sniði ásamt Æskulýðsstarfi en miðast við að takmarka fjölda við 50 þátttakendur.

17. nóvember 2021 - 15:05

Sr. Gunnar Sigurjónsson