Vegna núgildandi samkomutakmarkana verður ekkert helgihald í Digranes- og Hjallakirkju til 2. febrúar 2022. Sama gildir um eldri borgara starfið okkar og fermingarstarf.
Æskulýðsstarfið má fara aftur af stað og hefjast kirkjuprakkarar, TTT og æskulýðsfélagið okkar á ný fimmtudaginn 27. janúar skv. hefðbundinni dagskrá í Hjallakirkju.
Við leggjum okkur fram að upplýsa hér á heimasíðunni um leið og breytingar verða og við getum farið aftur af stað með hefðbundið helgihald og safnaðarstarf.
Prestar og starfsfólk Digranes- og Hjallakirkju.
20. janúar 2022 - 11:50
Sunna Dóra Möller