Helgihald í Digranes- og Hjallaprestakalli sunnudaginn 27. mars verður með eftirfarandi hætti:

Fjölskyldumessa í Digraneskirkju kl. 11.00 í umsjá sr. Helgu og leiðtogum sunnudagaskólans. Ásdís Þorvaldsdóttir spilar undir. Súpusamfélag í safnaðarsal að messu lokinni. Velkomin í skemmtilega stund fyrir alla fjölskylduna.

ABBA messa í Hjallakirkju kl. 17.00. Stórkostlegur boðskapur og mikil tónlistarveisla með lögum eftir ABBA. FRÍTT INN ! Að sjálfsögðu verða textum varpað upp á vegg svo allir geta sungið með!
Gítar: Friðrik Karlsson,
Píanó: Matthías V. Baldursson.
Söngur: Áslaug Helga, Katrín Hildur og Kristjana Þórey 
Prestar eru sr. Sunna Dóra og sr Karen Lind.

Að lokinni ABBA messu er fundur fyrir foreldra fermingarbarna. 

Verið hjartanlega velkomin til kirkjunnar.