Á sunnudag gerum við okkur glaðan dag í kirkjunum okkar.
Kl. 11 í Digraneskirkju verður Garðar Cortes og Karlakór Kópavogs ásamt sr. Karen Lind Ólafsdóttur.
Við flytjum ljúfa tóna og fögnum sumrinu.
Kl. 17 í Hjallakirkju verður Rokkmessa þar sem Matthías Baldursson og Rokkkór Íslands taka vel valin lög.
Sr. Sunna Dóra Möller og sr. Páll Ágúst Ólafsson þjóna.
Verið innilega velkomin að heyra Guðs orð og njóta góðrar tónlistar.
Ó, Guð, mér anda gefðu þinn
er glæðir kærleik, von og trú,
og veit hann helgi vilja minn,
svo vilji ég það, sem elskar þú.
(slm.330)
27. maí 2022 - 11:21
Karen Lind Ólafsdóttir