Sumarhelgistund verður í Hjallakirkju sunnudaginn 7. ágúst kl. 17.00. Matthías V. Baldursson, Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Kristjana Þórey  Ólafsdóttir sjá um tónlistarflutning. Sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar. Verið hjartanlega velkomin.

Vers vikunnar: Ef 5.8b-9
Hegðið ykkur því eins og börn ljóssins. – Því að ávöxtur ljóssins er einskær góðvild, réttlæti og sannleikur. 

Hefðbundið helgihald hefst svo í báðum kirkjum sunnudaginn 14. ágúst en þá verður venju samkvæmt messað alla sunnudaga kl 11 í Digraneskirkju og kl 17 í Hjallakirkju. 

 

 

4. ágúst 2022 - 12:21

Helga Kolbeinsdóttir