Sunndaginn 28. ágúst er helgihald í Digranes- og Hjallaprestakalli með eftirfarandi hætti:

Kl. 11.00 er messa í Digraneskirkju. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Bryndís Guðjónsdóttir syngur einsöng. Prestur er sr. Sunna Dóra. Messusúpa í fræðslusal á neðri hæð kirkjunnar að messu lokinni.

Kl. 17.00 er messa í Hjallakirkju. Organisti er Matthías V. Baldursson. Lofgjörðarhópur Hjallakirkju syngur. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller.

Guðspjall þessa dags sem er 11. sunnudagur eftir þrenningarhátíð og kemur úr Lúkasarguðspjalli hljómar svona:

Jesús sagði líka dæmisögu þessa við nokkra þá er treystu því að sjálfir væru þeir réttlátir en fyrirlitu aðra: „Tveir menn fóru upp í helgidóminn að biðjast fyrir. Annar var farísei, hinn tollheimtumaður.
Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir: Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu sem ég eignast.
En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð, vertu mér syndugum líknsamur! Ég segi yður: Tollheimtumaðurinn fór heim til sín sáttur við Guð, hinn ekki, því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“

Verið hjartanlega velkomin til kirkjunnar.

25. ágúst 2022 - 11:05

Sunna Dóra Möller