Kæru foreldrar og forráðamenn fermingarbarna í Digranes- og Hjallakirkju.
 
 
Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og hlökkum til starfsins framundan.
 
Við kynnum nýjan sóknarprest Digranes-og Hjallasókna: Alfreð Örn Finnsson og bjóðum hann velkominn til starfa.
Netfang: alfred.orn.finnsson@kirkjan.is. Sími: 891-6138.
 
Nú nálgast stóri dagurinn hratt og því verður fundur sunnudaginn 29. janúar fyrir fermingarbörn og fjölskyldur þeirra í Hjallakirkju sem hefst með guðþjónustu kl. 17.
 
Farið verður yfir skipulag ferminga, æfingar fyrir fermingar og kynnt skipulag fermingarfræðslu á vorönn.
 
Þau börn sem ekki sátu námskeið í ágúst mæta sunnudaginn 29. janúar kl. 13-16 í Hjallakirkju. Við bjóðum upp á hressingu.
 
Sunnudaginn 15. janúar hefjast messur í Digraneskirkju kl. 11 (sunnudagaskóli á sama tíma) og Hjallakirkju kl. 17 alla sunnudaga, og þið fáið senda dagskrá fyrir æskulýðsfélagið.
 
Hlökkum til að sjá ykkur.
Bestu kveðjur,
prestar Digranes- og Hjallakirkju.

13. janúar 2023 - 11:00

Alfreð Örn Finnsson