sr. Matthías Jochumsson og sr. Valdimar Briem
Á þriðjudögum og fimmtudögum fer fram skemmtilegt félagsstarf eldri borgara í Digraneskirkja.
Dagskráin samanstendur af, leikfimi, hádegismat, helgistund og fræðsluerindi.
Hópurinn fer í heimsóknir eins og til vina okkar í Hjallakirkju en einnig koma góðir gestir í heimsókn í hverri viku. Í dag kom dr. Gunnlaugur A. Jónsson í heimsókn og hélt fróðlegt og skemmtilegt erindi um sálmaskáldið sr. Valdimar Briem. Nokkrar myndir frá deginum fylgja með.
7. febrúar 2023 - 21:42
Alfreð Örn Finnsson