Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar
Á æskulýðsdaginn í kirkjunni sunnudaginn 5. mars verður fjölskyldustund í Digraneskirkju kl. 11.
Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir heimsækir söfnuðinn.
Leiðtogar sunnudagaskólans ásamt sr. Alfreð leiða stundina.
Ásdís Magdalena Þorvaldsdóttir leikur á píanó.
Hljómsveit leiðtoga úr kirkjustarfinu leikur nokkra sálma.
Stund fyrir alla fjölskylduna þar sem börnin taka virkan þátt.
Eftir stundina verður súpa, kaka og kaffi í safnaðarheimilinu.
Verið hjartanlega velkomin!

2. mars 2023 - 12:22

Alfreð Örn Finnsson